Þingsályktun um myndlistarstefnu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi árið 2023. Í aðgerð 9. List í opinberu rými – breytt skipulag og framkvæmd er mælst til að fyrirkomulag Listskreytingasjóðs verði skoðað í samráði við myndlistarráð, Samband íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarmiðstöð, Listasafn Íslands, Arkitektafélag Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Listskreytingarsjóður starfar samkvæmt 17. gr. myndlistarlaga nr. 64/2012. Skv. 4. mgr. 18. gr. er ráðherra heimilt að fela stjórn Listskreytingasjóðs að reka sérstaka skrifstofu eða semja við til þess bæra aðila um framkvæmd verkefna sem unnin eru í þágu hennar til að annast almenna umsýslu vegna starfsemi stjórnarinnar og Listskreytingasjóðs.
Myndlistarmiðstöð hefur umsýslu með Listskreytingasjóði árið 2024.
Stjórn Listskreytingasjóðs
Ráðherra skipar fimm manna stjórn listskreytingasjóðs til þriggja ára í senn: Tveir menn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistamanna, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir og formaður skipaður án tilnefningar.
Stjórn 2024-2027:
Kristján Steingrímur Jónsson, formaður, án tilnefningar
Ilmur Stefánsdóttir, varaformaður, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir
Sigga Björg Sigurðardóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna
Karl Ómarsson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna
Karl Kvaran, samkvæmt tilnefningu Arkítektafélags Íslands
Varamenn:
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Freyja Eilíf Helgudóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna
Pétur Thomsen, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna
Magnea Þ. Guðmundsdóttir, samkvæmt tilnefningu Arkítektafélags Íslands
Sigtryggur Magnason, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir
Starfsmaður sjóðsins: Tinna Guðmundsdóttir, tinnagudmunds@icelandicartcenter.is